Helgistund í beinni – 22.mars kl.11

Hjartans vinir, á sunnudaginn kl. 11:00 verðum við með beina útsendingu á facebook frá notalegri helgistund sem okkur langar að eiga með ykkur öllum nær og fjær. Henni verður streymt hér: http://facebook.com/frikhafn/ Litli hópurinn í helgistundinni verður þessi:Sr. Einar, Sr. Sigurvin, Örn gítar, Gummi bassaleikari, Skarpi píanóleikari, Halla, þverflautuleikari, Áróra, söngkona og [Lesa meira...]

Samkomubann – Staðan í Fríkirkjunni

Sunnudagaskólinn 15. mars fellur niður og áfram á meðan samkomur eru ekki heimilar (fram yfir páska). Annað barnastarf, krílakórar og barnakórar fellur líka niður fram að páskum. Mátun fermingarkyrtla sem fyrirhuguð var í næstu viku fellur niður. Fyrirhugaðar voru eftirtaldar fermingar í vor: Laugadagur 4. apríl - Fermingar kl. 11 og 13 falla niður Pálmasunnudagur 5. - Fermingar [Lesa meira...]

Kærleikur á tímum Kóróna

Kæra Fríkirkjufólk! Prestar kirkjunnar vilja koma því á framfæri við safnaðarfólk að þeir eru til staðar ef á þarf að halda. Það er eðlilegt að glíma við óöryggi í þeirri óvissu sem nú ríkir og varfærni á rétt á sér. Fríkirkjan hefur að undanförnu fellt niður fjölmennar stundir til að gæta varúðar en þjónusta kirkjunnar stendur óbreytt. Hægt er að leita eftir viðtölum í síma 5653430 eða á [Lesa meira...]

Starfið í Fríkirkjunni á næstu dögum

Barnakórastarf í safnaðarheimilinu og kirkjunni verður með eðlilegum hætti, enda ekki frábrugðið almennu skóla- eða leikskólastarfi, en gætt almennrar varúðar í takt við almennar leiðbeiningar um samskipti.  Eins er með sunnudagaskólann, hann verður á sínum stað nk. sunnudag kl. 11. Frestað er lokasamveru fermingarbarna með Jóni Jónssyni sem er á dagská nk. sunnudag 15. mars, þar sem búast [Lesa meira...]

Allt helgihald sunnudaginn 8. mars fellur niður

Eftir að komin eru upp smit innanlands og Almannavarnir jafnframt lýst yfir neyðarstigi í sóttvörnum, er óhjákvæmilegt annað en að fella niður auglýst helgihald og samkomur af hálfu kirkjunnar um helgina.Um er að ræða sunnudagaskólann kl. 11, guðsþjónustuna kl. 13 og Basar kvenfélagsins verður frestað fram í maí. Hafið þið það öll sem best og sjáumst síðar í Fríkirkjunni! [Lesa meira...]