Æfingar fyrir fermingar á sjómannadag

Æfingar fyrir ferminguna á sjómannadag  4. júní kl.11.  Athugið breyttan tíma frá því sem áður var auglýst. Æfingarnar verða sem hér segir: Fimmtudagur 31. maí kl.17:30. Á þessa æfingu mæta bara fermingarbörnin og eru þá búin að velja sér ritingarvers. Mæting með foreldrum á sama tíma á föstudag.

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins 24. maí kl. 20

  Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 20:00 í safnaðarheimilinu Linnetssíg 4-6.   Dagskrá: Fundarsetning – kjör fundarstjóra og ritara. Fundargerð síðasta aðalfundar. Skýrsla um starfsemina. Skýrsla stjórnar. Ársreikningur 2018. Safnaðarstarf síðasta árs. Starf Kvenfélags Fríkirkjunnar. Starf Bræðrafélagsins. [Lesa meira...]

Glæsileg og fjölmenn vorhátíð Fríkirkjunnar

Um 250 - 300 manns mættu í Hellisgerði á Vorhátíð Fríkirkjunnar í dag, þrátt fyrir kalsaveður. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiddi skrúðgöngu frá safnaðarheimilinu niður Strandgötu og þaðan í Hellisgerði. Tónlist, skemmtun og gleði.  Heitar pylsur  runnu vel af grillinu í gesti.  Fáum var kalt og engum meint af, enda fólkið sjálft í Fríkirkjunni á öllum aldri  sem kanna að njóta sutndarinnar og [Lesa meira...]