Jólafundur kvenfélags Fríkirkjunnar 3. desember kl. 20 – á nýjum stað

Hinn árlegi jólafundur kvenfélagsins verður haldinn sunnudaginn 3. desember n.k. kl 20:00 í Hásölum, Strandgötu 49. Athugið að fundurinn er á nýjum stað ( í safnaðarheimili þjóðkirkjunnar) Skemmtilegar uppákomur, happdrætti og fl. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Bestu kveðjur stjórn kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði  

Helgihald og viðburðir í Fríkirkjunni á aðventu og um jólin

3. desember kl. 11  Sunnudagaskólinn kl. 13  Aðventusamvera fermingarbarna og foreldra þeirra kl. 20  Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar (nýr staður, Hásalir, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) 9. desember kl. 16  Jólatónleikar Fríkirkjukórsins 10. desember kl.11  Jólaball á Thorsplani kl.20 Aðventukvöldvaka í Fríkirkjunni 17. desember kl. 11  Guðsþjónusta í [Lesa meira...]

Sunnudagaskóli kl. 11, 26. nóvember

Sunnudagskólinn verður á sínum stað komandi sunnudag og munu Edda og Ragga stjórna af sinni röggsemi. Fríkirkjubandið spilar að vanda.   Sunnudagaskóli 3. desember, en 10. desember  verður jólaballið á Thorsplani  kl. 11. Myndin er frá krílasálmum kirkjunnar sem hér eru á fimmtudagsmorgnum.

Sunnudagsmessa á Sólvangi

Guðsþjónusta var á Sólvangi 19. nóvember.  Kórinn söng sálma, við undirleik Skarphéðins og að þessu sinni lagði sr. Einar út frá sálmakveðskap Davíðs Stefánssonar. Heimilismenn mættu vel að vanda niður í salinn á 1. hæðinni. Fríkirkjan sinnir helgihaldi á Sólvangi og þess utan heimsækja prestarnir og Örn tónlistarstjóri heimilismenn nokkuð reglulega.   [Lesa meira...]