Streymi úr Fríkirkjunni

Úr Fríkirkjunni berast sífellt tónar og falleg orð í streymi all sunnudaga til jóla. Hér eru tenglar: Þann 6. desember, aðventujóladagatal (11 mín): https://fb.watch/2dLgwgjjh4/ 6. desember: Aðventustund (22 mín.) https://www.facebook.com/100009018748693/videos/2725102387800359/ Njótið og meira næst sunnudag á facebook Fríkirkjunnar - endilega fylgist með! [Lesa meira...]

8. nóvember: Heimsókn heim í stofu

Kæru vinir, við höldum áfram að heimsækja ykkur heim í stofu í gegnum streymi á meðan við getum ekki tekið á móti ykkur í fallegu kirkjunni okkar. Sunnudaginn 8. Nóvember verður sunnudagaskólastund verður kl. 11. Klukkan 14 er síðan sunnudagssamvera , þar sem sr. Einar Eyjólfsson flytur hugleiðingu. Erna Blöndal og Fríkirkjubandið flytja okkur fallega tónlist. Klukkan 17:00 lokum við síðan [Lesa meira...]

Fjársöfnun – greiðslur í heimabanka

Við leitum nú á ný til safnaðarins,  með stuðning upp á  2.100 kr.    Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Við í  Fríkirkjunni myndum söfnuðinn, veljum að tilheyra honum af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna er gríðarmikilvægt að finna þann velvilja safnaðarfólks til að létta undir með þátttöku.  Fríkirkjan er líka svo lánsöm að hafa fjölda sjálfboðaliða m.a. í Kvenfélagi [Lesa meira...]

Kæra safnaðarfólk og velunnarar !

Nú hafa samkomutakmarkanir verið framlengdar amk fram til 3. nóvember nk., og eins og staðan er í dag er ómögulegt að segja til um hvenær við getum hafið hefðbundið safnaðarstarf aftur. Á þessum skrítnu tímum, nýtum við tæknina til þess að færa ykkur bæði gleði og hlýju í formi streymis á netinu. Þriðjudaginn 20. október kl. 18, verður streymt guðsþjónustu sem er einkum fyrir verðandi [Lesa meira...]