12. febrúar: Sunnudagaskóli kl. 11, guðsþjónusta kl. 13 og Sólvangur kl. 15

Mikið um að vera í Fríkirkjunni komandi sunnudag 12. febrúar. Byrjar á sunnudagaskólanum kl. 11. Guðsþjónusta verður síðan  kl. 13.  Sr. Sigríður Krístín ætlar að fjalla um talenturnar. Augljóslega tengist það orðinu talent – og aldrei að vita nema ungt fólk láti ljós sitt skína við stundina í kirkjunni. Að síðustu mun sr. Einar Eyjólfsson messa á Sólvangi kl. 15 í salnum á 1. hæðinni. [Lesa meira...]

Fríkirkjan í Fjarðarpóstinum

Frétt um aðalfund kvenfélags Fríkirkjunnar er í Fjarðarpóstinum í dag, 9. febrúar.  Segir það líka frá höfðinglegri penginagjöf félagsins vegna heilmálunar kirkjunnar sem fyrirhugað er að fara í sumar. Start kvenfélagsins er kraftmikið og mikilvægur bakhjarl kirkjunnar og safnaðarstarfsins.  

Bibba

Friðbjög Proppé, sem altaf er kölluð Bibba, átti afmæli sl. sunnudag 6. febrúar.  Bibba er að öðrum ólöstuðum ötulasti kirkjugestur Fríkirkjunnar og hefur sótt Sunnudagskólann í áratugi.  Og nú þegar Bibba átti 67 ára afmæli var að sjálfsögðu sunginn afmælissöngurinn henni til heiðurs.  Á eftir  spilaði hún á  hljómborðið sitt með Fríkirkjubandinu og tóku kirkjugestir vel undir. Sannkallaður [Lesa meira...]