Jón Jónsson sló í gegn

Jón Jónsson sló aldeilis í gegn á kvöldvökunni í Fríkirkjunni.  Hann spilaði nokkur lög og kirkugestir tóku hraustlega undir.  En Jón lék ekki bara og söng hann talað  mjög fallega um kirkjuna og ekki síður til fermingarbarnanna sem fjölmenntu.  Kirkjan var þéttsetin og á loftinu staðið í öllum hornum. Hér er má sjá Jón í essinu sínu og kirkugesti syngja með af innlifun: [Lesa meira...]

Örn tónlistarstjóri í viðtali í Fjarðarpóstinum

Tónlistarstjórinn okkar í Fríkirkjunni hann Örn Arnarson var í viðtali í Fjarðarpóstinum á fimmtudaginn (17. nóvember). „Ég er titlaður tónlistarstjóri. Starfið felst nokkurn veginn í því sem organistar sjá venjulega um í kirkjum nema hvað ég spila á gítar en ekki orgel. Ég æfi og stjórna kirkjukórnum og hljómsveit kirkjunnar, en við erum með litla hljómsveit við flestar messur og kvöldvökur og [Lesa meira...]

Sunnudagur 13. nóvember – messa kl. 13

Sunnudagaskóli kl. 11 og að þessu sinni stendur mikið til því barn verður fært til skírnar í sunnudagaskólanum.  Ekki algengt, en alltaf jafn gefandi og fallegt. Að þessu sinni verður messað eftir hádegi kl. 13 og sr. Sigríður Krístín með leiða athöfnina. Texti dagsins fjallar um skírnarskipunina og miskunsama Samverjann. Kórinn mun flytja nýtt lag Þorvaldar Halldórssonar við gamlan sálm [Lesa meira...]

Höfðingleg myndagjöf

Góðvinur Fríkirkjunnar og Hafnfirðingur, Ásmundur Stefánsson, hefur um árabil safnað gömlum myndum af byggðinni í Hafnarfirði.  Þær eru frá ýmsum tímum, sú elsta frá því fyrir aldamótin 1900 og nýjasta frá því um 1980.  Ásmundur hefur rammað inn myndirnar sem eru yfir 20  af natni og alúð. Meiningin er að hengja þær allar upp til frambúðar hér í safnaðarheimilinnu og verða þannig aðgengilegar [Lesa meira...]

Fríkirkjan á Sólvangi

Fríkirkjusöfnuðurinn og Sólvangur eiga í góðu samstarfi og þrisvar til fjórum sinnum á ári er messað á Sólvangi og altaf á aðventunni.  Sl. sunnudag 23. október var slík stund á Sólvangi.  Var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni. Einar Eyjólfsson predikaði og fjallaði um sálmaskáldið góða Matthías Jochumsson og boðskap hans.  Kirkjukórinn var fjölmennur og þriggja mann Fríkirkjubandið lék [Lesa meira...]