Skráning

Einfalt er að ganga í Fríkirkjusöfnuðinn í Hafnarfirði. 

Eyðublöð til útprentunar má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár (sjá hér að neðan) og þau má einnig fá á skrifstofu safnaðarins Linnetsstíg 6. 

Athugið að hægt er að fylla eyðublöðin út á vef Þjóðskrár en eftir það þarf að prenta þau út til undirritunar.

Smelltu hér til að nálgast blöðin og fylla þau út.

Báðir foreldrar/forsjármenn þurfa að skrifa undir tilkynningar barna sinna yngri en 16 ára og börn sem eru orðin 12 ára þurfa einnig að skrifa undir sína umsókn með forsjármönnum.

 

Tilkynningum má skila á skrifstofur safnaðarins að Linnetsstíg 6 í Hafnarfirði. 

Eyðublöðin má einnig senda útfyllt sem símbréf (515 5310) til Þjóðskrár eða í pósti,merkt: Þjóðskrá, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.