Krílakórar

Í vetur verður starfræktur krílakór í tveimur aldurshópum.

Krílakór yngri (kl. 16:30-17:00 á miðvikudögum)  – tónlistarnámskeið fyrir 1 og 2ja ára börn í fylgd með foreldrum – 1/2 klst.

Framhald af krílasálmum og undirbúningur hefst fyrir kórastarf – sungið, leikið með rytma og tónlistartákn og ævintýraheimur tónlistarinnar kannaður á skemmtilegan hátt með hlustun, leikjum og hljóðfæraleik.

Námskeiðsgjald er 6.500 kr. fyrir önnina og systkinaafsláttur (10.000 kr. fyrir tvö) .Við tökum þó fram að allir eru velkomnir og biðjum ykkur sem ekki sjáið ykkur fært að greiða gjaldið að láta okkur vita og þá mun kirkjan að sjálfsögðu koma til móts við þær fjölskyldur.

Umsjónarmaður er Erna Blöndal

 

Krílakór eldri (kl. 17:00-17:30 á miðvikudögum) – tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja  og 4 ára – 1/2 klst.

Í krílakór eldri mæta börnin án foreldra í söngstofu en foreldrar eru beðnir um að vera á staðnum allavega þar til kennari telur að barnið sé orðið öruggt.

Eldri krílabörn fara nú að fullu kappi að æfa sig að syngja í kór með öllu til heyrandi. Rytmaskyn, hlustun og raddþjálfun. Framkoma, agi og fylgja stjórnanda.

Tónlistartákn og hljóðfæri skoðuð og ævintýraheimur tónlistarinnar kannaður.

Námskeiðsgjald er 6500 kr. fyrir önnina og systkinaafsláttur (10.000 kr) Við tökum þó fram að allir eru velkomnir og biðjum ykkur sem ekki sjáið ykkur fært að greiða gjaldið að láta okkur vita og þá mun kirkjan að sjálfsögðu koma til móts við þær fjölskyldur.

Umsjónarmaður er Erna Blöndal