• Haust- og vetrarstarf litlu fjölskyldukirkjunnar að hefjast!

    2. september 2025

    Kæru vinir, eins og þið hafið kannski tekið eftir þá standa yfir framkvæmdir í safnaðarheimilinu. Vegna þessa verður örlítið rask á starfinu  okkar þetta haustið. Við vonum að þið sýnið okkur skilning vegna þessa. Sunnudaginn 7. september kl. 11:00 hefst syngjandi kátur sunnudagaskóli. Það verða það þær Edda, Erna og Inga, nýji presturinn okkar dásamlegi sem munu taka á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Það verður spennandi að sjá hvaða kirkjuverðir verða með okkur að þessu sinni, Gulli eða Benni, - kannski bara báðir😻 Sunnudaginn 14. september verður að sjálfsögðu sunnudagaskóli og kl. 20:00 verður kvöldmessa þar sem sérstaklega verður tekið ...

Forsíða2025-10-13T14:59:06+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Vetrarstarf kirkjunnar!

Fjölbreytt vetrarstarf litlu fjölskyldu-kirkjunnar í hjarta Hafnarfjarðar! Skráningar í tónlistarstarfið fara fram hér á heimasíðunni eða facebooksíðum hópanna. Allir viðburðir eru auglýstir sérstaklega inn á facebooksíðu kirkjunnar https://www.facebook.com/frikhafn Sunnudagar: Sunnudagaskóli flesta sunnudaga kl. 11:00 - fylgist með heimasíðunni þegar starfið er hafið. Sunnudagaskóli fellur niður vegna vetrarfrís 27. október Kærleikur, friðarboðskapur, söngur og gleði með ...

22. ágúst 2024|

„Svona lítur kirkja út“

Þrítugasta og fjórða vorhátíð Fríkirkjunnar fór fram á sunnudaginn! Vorhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á sér langa sögu. Í tuttugu og sjö ár fór hátíðin fram í Kaldárseli en árið 2018 urðu kaflaskil þegar kirkjan þurfti að leita að nýjum hátíðarstað. Hellisgerði varð fyrir valinu en vegna mikilla framkvæmda og fallegrar uppbyggingar á paradís okkar Hafnfirðinga, ...

6. maí 2024|

Aðalfundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Aðalfundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 30. maí kl. 20:00 til 21:30. Venjuleg aðalfundarstörf. Húsnæðismál. Dagskrá skv. lögum safnaðarins. Safnaðarstjórn  

30. apríl 2024|

Fjáröflun vegna safnaðarheimilis!

Taka þátt í söfnun Á síðustu árum hefur safnaðarfólki Fríkirkjunnar fjölgað verulega. Árið 2000 voru 3.337 manns skráðir í söfnuðinn, árið 2016 voru 6.479 skráðir og um síðustu áramót var fjöldi safnaðarfólks 7.645. Samhliða þessu hefur safnaðarstarfið verið að eflast og það eitt að hér fermast á þriðja hundrað ungmenni á þessu ári segir ...

2. mars 2024|




Helgihald 2025

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

16:30 – 18:30 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Barnakór fyrir börn á sjötta ári og upp úr. Öll börn hjartanlega velkomin

kl. 17:00 – 17:45

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði:

Kvenfélagið kl. 20:00

Annan þriðjudag í mánuði:

Prjónagleði – Upplýsingar á facebooksíðunni Prjónagleði Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2025-2026

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top