Fermingarfræðsla 2024-2025

Góðu vinir!

Fimmtudaginn 30. maí kl. 18:00 verður samverustund í Fríkirkjunni í Hafnarfirði þar sem fermingarfræðsla næsta vetrar verður kynnt. Við bjóðum ungmennum á fermingaraldri og foreldrum að mæta í kirkjuna og kynnast fjölbreyttu og metnaðarfullu starfi komandi vetrar.

Starfið hefst með sólarhrings dvöl á Úlfljótsvatni, helginar 23. til 25. ágúst eða 30. ágúst til 1. september.

Fræðslan fer fram í kirkjunni á þriðjudagseftirmiðdögum en um fræðsluna sjá prestar kirkjunnar, sr. Einar Eyjólfsson (einar@frikirkja.is), sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir (milla@frikirkja.is) og K. Erna Blöndal, (erna@frikirkja.is) ásamt góðum gestum.

Skipt er í hópa eftir skólum.

  • Hópur A – Öldutúnsskóli og Hvaleyrarskóli
  • Hópur B – Lækjarskóli og Hraunvallaskóli
  • Hópur C – Víðistaðaskóli og Setbergsskóli
  • Hópur D – Áslandsskóli og Skarðshlíðarskóli

Þau börn sem eru á leiðinni í NÚ eða eru í skóla utan Hafnarfjarðar geta valið með hvaða hópi hentar best að mæta og látið okkur vita í gegnum netfangið milla@frikirkja.is.

Fyrirkomulag fræðslunnar

Fyrirkomulag fræðslunnar í vetur verður með þeim hætti að hver hópur mætir annan hvern þriðjudag. Dagsetningarnar verða birtar í ágúst.

  • Hópur A mætir kl. 17 – hópur B mætir kl. 18 – Foreldri/forráðamaður mætir með
  • Hópur C mætir kl. 17 – hópur D mætir kl. 18 – Foreldri/forráðamaður mætir með

September

  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18
  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18

Október

  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18
  • VETRARFRÍ
  • VETRARFRÍ
  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18

Nóvember

  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18
  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18

Desember

  • Aðventustund með fermingarbörnum og foreldrum – Allir mæta!
  • Jólafrí frá fermingarfræðslu

Janúar

  • Allir hópar – Hópar A og B kl. 17 Hópar C og D kl. 18
  • Hópur A kl. 17 hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18

Febrúar

  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – pur D kl. 18
  • Hópur A kl. 17 – hópur B kl. 18
  • Hópur C kl. 17 – hópur D kl. 18

Mars

  • Lokasamvera fermingarbarna og fjölskyldna – Allir mæta!
  • Mátun fermingarkirtla – Allir mæta!

Æfingar fyrir fermingarnar verða auglýstar síðar

Ferðalög á Úlfljótsvatn

Áætluð eru sólarhrings ferðalög fyrir hvern hóp á Úlfljótsvatn þar sem við ætlum að hrissta saman hópana og fá að kynnast vel fyrir komandi fermingarvetur. Ferðalagið er skemmtiferð þar sem við ætlum að fara í allskonar leiki, vatnasafarí og almennt fjör.

Helgin 23. til 25. ágúst 2024

  • 23. – 24. ágúst (fös til lau)
    Hópur A (Öldutúnsskóli og Hvaleyrarskóli)
  • 24. – 25. ágúst (lau til sun)
    Hópur B (Lækjarskóli og Hraunvallaskóli)

Helgin 30. ágúst til

1. september 2024

  • 30.ágúst – 31. ágúst (fös til lau)
    Hópur C (Víðistaðaskóli og Setbergsskóli)
  • 31. ágúst – 1. sept (lau til sun)
    Hópur D (Áslandsskóli og Skarðshlíðarskóli)

Nánari upplýsingar um ferðalögin verða send í sér pósti en nauðsynlegt er að skrá börnin í ferðalögin í gegnum tölvupóstinn milla@frikirkja.is.

Auk þess að mæta í fræðslu gerum við ráð fyrir að börnin mæti í 10 skipti í kirkjuna, á kvöldvökur eða í messur, til að kynnast því starfi sem fram fer. Mikilvægt er að foreldrar mæti með sínum börnum á stundirnar – enda miklar gæðastundir ❤️ sem enginn vill miss af. Hlutlaust mat 🙃

Fríkirkjan í Hafnarfirði er frjálslynt, opið og nútímalegt kirkjusamfélag í stöðugum vexti. Við minnum foreldra á að kíkja á skráningar sinna barna á vefsíðu Þjóðskrár https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/ sum börnin eru skráð í Fríkirkjuna og önnur ekki. Það er allt gott og blessað en við hvetjum ykkur til að íhuga það hvort skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði sé eitthvað fyrir ykkar barn eða ykkur.

Ef eitthvað er óljóst eða þið viljið heyra betur í okkur prestunum þá er gott að senda póst á milla@frikirkja.is eða einar@frikirkja.is.

Við hlökkum til að vera ykkur samferða í vetur.

Margrét Lilja, Einar og Erna

Nánari upplýsingar um ferðalögin verða send í sér pósti en nauðsynlegt er að skrá börnin í ferðalögin í gegnum tölvupóstinn milla@frikirkja.is.

Auk þess að mæta í fræðslu gerum við ráð fyrir að börnin mæti í 10 skipti í kirkjuna, á kvöldvökur eða í messur, til að kynnast því starfi sem fram fer. Mikilvægt er að foreldrar mæti með sínum börnum á stundirnar – enda miklar gæðastundir ❤️ sem enginn vill miss af. Hlutlaust mat 🙃

Fríkirkjan í Hafnarfirði er frjálslynt, opið og nútímalegt kirkjusamfélag í stöðugum vexti. Við minnum foreldra á að kíkja á skráningar sinna barna á vefsíðu Þjóðskrár https://www.skra.is/umsoknir/rafraen-skil/tru-og-lifsskodunarfelag/ sum börnin eru skráð í Fríkirkjuna og önnur ekki. Það er allt gott og blessað en við hvetjum ykkur til að íhuga það hvort skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði sé eitthvað fyrir ykkar barn eða ykkur.

Ef eitthvað er óljóst eða þið viljið heyra betur í okkur prestunum þá er gott að senda póst á milla@frikirkja.is eða einar@frikirkja.is.

Við hlökkum til að vera ykkur samferða í vetur.

Margrét Lilja, Einar og Erna