Tónlistarstjóri Fríkirkjunnar

Örn Arnarson hefur verið tónlistarstjóri  Fríkirkjunnar í Hafnarfirði frá árinu 2003 en komið að tónlistarmálum kirkjunnar allt frá ársbyrjun 1985, þá aðeins 18 ára gamall.

Hann bæði spilar með og stýrir Fríkirkjubandinu sem spilar undir í öllum helstu athöfnum kirkjunnar, sem og stýrir Fríkirkjukórnum. Hann hefur líka tekið mikinn þátt í tónlistaruppeldi yngsta safnaðarfólksins með þáttöku í barnastarfi Fríkirkjunnar.

Til að fá nánari upplýsingar um tónlistarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sendið Tpóst á orn@frikirkja.is eða hafið samband í síma 861 9234.

Fríkirkjukórinn

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði hefur eflst mjög á síðustu árum og eru nú í kórnum á fjórða tug félaga.

Samhliða því að syngja við guðsþjónustur og á öðrum viðburðum á vegum Fríkirkjunnar leggja kórfélagar mikið upp úr góðum félagsskap og er jafnan glatt á hjalla á kóræfingum. Kirkjukórinn æfir í safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl.18:30 og eru þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi kórsins beðnir að hafa samband við stjórnanda kórsins, Örn Arnarson í síma 861 9234 eða á Tpósti orn@frikirkja.is

Fríkirkjubandið

Fríkirkjubandið er skipað þeim Erni Arnarsyni, Guðmundi Pálssyni og Skarphéðni Þór Hjartarsyni. Þeir slá alltaf á létta strengi og eru líka duglegir að fá fjölbreyttan hóp hljóðfæraleikara til að spila með sér við hinar ýmsu athafnir í kirkjunni.

Syngjum saman!

Á fimmtudögum eruð þið öll velkomin í safnaðarheimilið okkar þar sem hver og einn má syngja með sínu nefi.

Það eru þær Auður Guðjohnsen og Erna Blöndal tónlistarkonur sem halda utan um þessa dásamlegu og nærandi tónlistarsamveru. Engin sérstök skráning, þú mátt mæta einu sinni eða 10 sinnum, semsagt alltaf velkomin.

Um að gera að taka handavinnuna með sér. Einnig viljum við hvetja fermingarbörn og fjölskyldur að mæta.

Syngjum saman fer fram í safnaðarheimili kirkjunnar á fimmtudögum kl. 18:30 – 19:45

Bættu þér endilega í hópinn á facebook.

Nánari upplýsingar: erna@frikirkja.is

Barnastarf

Í Fríkirkjunni fer fram öflugt tónlistarstarf fyrir börn. Kirstín Erna Blöndal, söngkona og sálgætir heldur utan um tónlistarstarfið ásamt þeim Erni Arnarsyni, tónlistarstjóra og Auði Guðjohnsen, söngkonu.

.