Fermingar 2025

  • Laugardagur 5. apríl 2025
  • Pálmasunnudagur 13. apríl 2025
  • Skírdagur 17. apríl 2025
  • Sumardagurinn fyrsti 24. apríl 2025
  • Laugardagur 3. maí 2025
  • Sjómannadagurinn 1. júní 2025

Ferming er merkileg stund í lífi fermingarungmenna og fjölskyldna þeirra. Stór tímamót þar sem fermingarungmenni þiggur blessun og kærleiksrík orð sem veganesti í ferðalagið til fullorðinsára. Fermingin snýst fyrst og fremst um það að gleðjast með fermingarungmenninu fyrir það eitt að vera það sjálft og sýna því að maður stendur aldrei einn í lífinu. Við erum elskuð af Guði og elskuð af fólkinu okkar, sem stendur okkur nærri.

Í fermingarfræðslunni förum við yfir margt gagnlegt og skemmtilegt og veltum fyrir okkur mörgum stærstu spurningum samtímans. Ekkert er okkur óviðkomandi, hvort sem það er trú og efi, gleði og sorg, umhverfismál, samskipti kynjanna, mannréttindi, #metoo, kynverund, virðing eða jafnrétti. Leiðbeinendur fermingarfræðslunnar eru prestar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Einar Eyjólfsson og Margrét Lilja Vilmundardóttir. Einnig fáum við góða gesti í heimsókn yfir veturinn.

Fríkirkjan leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra í gegnum fræðslu vetrarins og óskar eftir góðri þátttöku foreldra og fermingarungmenna í helgihaldi og einstaka fyrirlestrum yfir veturinn. Enda gott tækifæri á góðum gæðastundum.

Allar nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á ferming@frikirkja.is eða með því að hringja í kirkjuna í síma: 565-3430. Einnig er hægt að senda tölvupóst á einar@frikirkja.is eða milla@frikirkja.is. Verið hjartanlega velkomin í Fríkirkjuna í Hafnarfirði.

Fermingardagar 2024:

  • Pálmasunnudagur 24. mars 2024
  • Skírdagur 28. mars 2024
  • Laugardagur 13. apríl 2024
  • Sumardagurinn fyrsti 25. apríl 2024
  • Laugardagur 4. maí 2024
  • Sjómannadagurinn 2. júní 2024