Frjáls framlög

Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins.

Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2.400 kr. og birtist í heimabanka með ógreiddum reikningum en er valgreiðsla. Allir ógreiddir seðlar falla niður um miðjan nóvember n.k.

Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn greiða, þurfa að standa undir öllum kostnaði við safnaðarstarfið og viðhalds á húsnæði okkar. Fríkirkjan hefur ekki sérsamninga við ríkið, til viðbótar við sóknargjöldin, líkt og Þjóðkirkjan hefur.

Fríkirkjuna í Hafnarfirði munar sannarlega um frjálsu framlögin frá safnaðarfólki til að sinna því góða samfélagslega starfi sem þar fer fram.

Stuðningur frá safnaðarfólkinu hefur verið að mestu til viðhalds á kirkjunni en núna er þörf á að sinna viðhaldi á safnaðarheimilinu.

Fríkirkjan er skráð á almannaheillaskrá Skattsins og þessi framlög geta veitt skattafslátt.

Hlýjar kveðjur,
safnaðarstjórn og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Forsíða2023-08-21T17:10:15+00:00

Opnunartími

Mánudagar: Lokað
Þriðjudaga – föstudaga: 10:00-14:00

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Fermingarfræðslan að hefjast

Góðu vinir. Senn líður að upphafi fermingarfræðslu Fríkirkjunnar í Hafnarfirði veturinn 2023 til 2024 og við erum farin að telja niður dagana í fjörið. Þetta er langlokupóstur en ég bið ykkur að lesa vel yfir hann. Starfið hefst með formlegum hætti þriðjudaginn 22. ágúst 2023 fyrir hópa A og B og þriðjudaginn 29. ágúst 2023 ...

16. ágúst 2023|

Dymbilvika og páskar

Föstudagurinn langi   Samvera við krossinn kl. 17 Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja fallega tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Kirstín Erna Blöndal syngur einsöng.   Páskadagur   Hátíðarguðsþjónusta kl. 08. Fríkirkjukórinn syngur. Skarphéðinn Þór Hjartarson leikur á orgel, Örn Arnarson leikur á gítar. Björk Níelsdóttir syngur einsöng. Eftir guðsþjónustuna leggjumst við í mikla páskaeggjaleit með ...

7. apríl 2023|

Sunnudagar

20:00 Guðsþjónusta

Mánudagar

20:00 – 21:00 AA

Þriðjudagar

Fermingarfræðsla kl. 17 og 18

Miðvikudagar

18:30 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

Föstudagar

18:00-19:00 AA

Laugardagar

 

Samfélagsmiðlar

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Go to Top