Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Allt frá upphafi voru konur í Fríkirkjusöfnuðinum mjög virkar í safnaðarstarfinu, en það liðu hins vegar 10 ár þar til Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði var formlega stofnað þann 11. apríl árið 1923. Fyrsta formlega erindi sem barst inn á borð kvenfélagsins var beiðni frá safnaðarstjórn um að borga ,,ljósaleiðninguna’’ í kirkjunni (þ.e. uppsetningu á ljósum). Erindið var samþykkt samhljóða og allar götur síðan hefur kvenfélagið reynst safnaðarstarfinu ómetanlegur bakhjarl.  Á síðari árum hefur kvenfélagið bæði stutt ýmsar framkvæmdir í kirkjunni og safnaðarheimilinu sem og verið helsti bakhjarl barnastarfsins í kirkjunni.

Almennt eru fundir kvenfélagsins einu sinni í mánuði yfir vetrartíman (á fyrsta þriðjudegi í mánuði). Á meðal fastra viðburða má nefna kaffidag að hausti og basar að vori, sem eru jafnan í kjölfarið á sérstökum kvenfélagsmessum og jólafundur félagins er ætíð mikill hátíðarfundur.

Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði er opið öllum konum sem vilja taka þátt í gefandi starfi.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Dögg Gylfadóttir í síma: 666-7488 eða í netfangi kvenfélagsins er kvenfelag@frikirkja.is

Stjórn Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

 

  • Lilja Dögg Gylfadóttir, formaður. S. 666-7488
  • Unnur Elfa Guðmundsdóttir, ritari. S. 664-5801
  • Ólöf Baldursdóttir gjaldkeri. S. 659-0524
  • Björk Pétursdóttir, meðstjórnandi. S. 862-3929
  • Ágústa Guðný Hilmarsdóttir, meðstjórnandi. S. 849-0738
  • Helga Helgadóttir, meðstjórnandi. S. 858-7714
Stjórn Bræðarfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
  • Helgi Freyr Kristinsson, starfandi formaður
  • Sigurgeir Tryggvason, ritari.

Bræðrafélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Sögu Bræðrafélags Fríkirkjunnar má rekja aftur til ársins 1930, þegar nokkrir karlmenn í Fríkirkjusöfnuðinum stofnuðu til félagsins í því skyni að styðja og styrkja safnaðarlífið, en meginnmarkmið félagsins var að koma upp íbúðarhúsi handa presti safnaðarins. Það tókst með miklum myndugleik og þegar það hús var síðan selt árið 1945 var andvirði þess það mikið að hægt var að greiða allar skuldir félagins og líka Fríkirkjunnar sjálfrar.  Upp úr miðri tuttugustu öldinni lagðist starfsemi félagins niður en var endurvakið með formlegum endurstofnfundi 16. Nóvember 2011 og hefur verið virkur félagsskapur síðan.

Hlutverk Bræðrafélagsins miðast við að efla félagstarfið og vera stuðningur við kirkjuna og Fríkirkjusöfnuðinn. Meðal verkefna er sjá um að halda umhverfi kirkjunnar og safnaðarheimilis snyrtilegu, vera ráðgefandi um stærri viðhaldsverkefni og taka saman til hendinni við smærri lagfæringar og betrumbætur.  En Bræðrafélagið er líka jákvæður og opinn félagsskapur allra manna sem vilja láta gott af sér leiða fyrir kirkjuna og safnaðarstarfið.

Bræðrafélagið er ekki með fasta dagskrá, en þegar aðstæður kalla á er kallað til fundar, oftast á laugardagsmorgnum.  Árgjald er 2.000. kr.

Allir fríkirkjumenn eru hvattir til þess að skrá sig í Bræðrafélagið.

Nánari upplýsingar veitir Einar Sveinbjörnsson í síma: 857-1799 og í tölvupósti, braedrafelag@frikirkja.is