Kirkjan

Fríkirkjan í Hafnarfirði, sem var formlega stofnuð 20. apríl 1913 en heldur formlega upp á afmælið á sumardaginn fyrsta ár hvert þar sem þann dag var fyrsta guðsþjónustan haldin árið 1913, státar af fjölbreyttu og kröftugu safnaðarstarfi. Kirkjan var á bjargi byggð í bókstaflegri jafnt sem óeiginlgeri merkingu og strax þá var lagður grunnur að farsælu starfi innan vébanda hennar. Kirkjuhúsið var vígt við fyrstu guðsþjónustuna í kirkjunni nýbyggðri þann 14. desember 1913.