Saga Fríkirkjunnar

Nokkrar vörður

  • 1913, 20. apríl (sumardagurinn fyrsti) – Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði stofnaður.
  • 1913, 14. desember – Fríkirkjan í Hafnarfirði vígð.
  • 1923 – Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfiði stofnað.
  • 1926, 31. janúar – Sjómannamessa, fyrsta útvarpsmessa á Íslandi.
  • 1930 –  Bræðrafélag Fríkirkjunnar stofnað.
  • 1931 – Gagngerar viðgerð á kirkjunni. Kórinn þá stækkaður, turninn hækkaður breytt verulega.
  • 1931 – Prestbústaður á Tjarnarbraut 7 að mestu byggður í sjálfboðavinnu.
  • 1942 – Prestbústaðurinn seldur til að greiða niður skuldir Fríkirkjusafnaðarins.
  • 1947 – Kirkjan rafhituð fyrir samskotafé og happadrætti.
  • 1962 – Kirkjubekkirnir voru fjarlægðir fyrir stóla sem keyptir voru úr Gamla Bíó í Rvk.
  • 1972 – 4 steindir gluggar voru settir í kór kirkjunnar fyrir gjafafé.
  • 1984 – Viðbyggingar í öllum fjórum hornum kirkjunnar, m.a. salerni og skrúðhús.
  • 1988 –  Fyrsta safnaðarheimilið keypt að Austurgötu 24.
  • 1992 – Kirkjutröppurnar steyptar með núverandi handriði.
  • 1995 – Safnaðarheimilið á Linnetsstíg 6 var keypt.  Söfnuðurinn taldi 3.000 manns. Djákni kom til starfa.
  • 1998 – Fríkirkjan endurbyggð að utan sem innan. Endurvígsla 18. desember.
  • 2000 – Tveir prestar starfandi við Fríkirkjuna vegna stækkunar safnaðarins.
  • 2008 – Söfnuðurinn telur 5.000 manns.
  • 2011 – Bræðrafélag Fríkirkjunnar endurvakið.
  • 2013 – Hundrað ára afmæli Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Saga kirkjunnar í 100 ár rituð og útgefin.
  • 2019 – Fjölgar enn og 7.000 safnaðarbörn í árslok.

Prestar safnaðarins frá upphafi

  • Sr. Ólafur Ólafsson 1913-1930.
  • Sr. Jón Auðuns 1930-1945.
  • Sr. Kristinn Stefánsson 1945-1966.
  • Sr. Bragi Benediktsson 1966-1971.
  • Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson 1971-1974.
  • Sr. Magnús Guðjónsson 1974-1978.
  • Sr. Bernharður Guðmundsson 1978-1984.
  • Ásamt sr. Bernharði þjónuðu sr. Bragi Skúlason og sr. Jón Helgi Þórarinsson í eitt ár hvor.
  • Sr. Einar Eyjólfsson hefur þjónað frá árinu 1984.
  • Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir þjónaði ásamt sr. Einari frá haustdögum 2000-2020.
  • Sr. Sigurvin Lárus Jónsson 2020 og fram á 2021.
  • Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir var vígð til kirkjunnar vorið 2021 og þjónar ásamt Sr. Einari .

Sigríður Valdimarsdóttir hefur starfað sem djákni við Fríkirkjuna frá 1995.

Örn Arnarson hefur verið tónlistarstjóri Fríkirkjunnar frá 2003.

360° heimsókn

Ólafur Haraldsson fór um alla kirkjuna okkar með 360° myndavél þar sem hægt er að skoða kirkjuna í krók og kima.