29. apríl – sunnudagaskóli

Sunnudagaskóli sunnudaginn 29. apríl kl. 11:00💒 Ragga og Erna taka vel á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Þetta er síðasti sunnudagaskólinn en næsta sunnudag þann 6. maí kl. 11:00 verður vorhátíðin okkar og lokasunnudagaskólagleðin í Hellisgerði🌼🌼🌼🌼

50 börn fermdust í Fríkirkjunni í sumardaginn fyrsta

Vel heppnaður dagur og mikil gleði skein úr andlitum fermingarbarna og fjölskyldum þeirra. Mikil og löng hefð fyrir fermingum þennan dag í Fríkirkjunni, enda er hann eftirsóttur.  Sérstaklega hjá gamalgrónum Hafnfirskum fjölskyldum. Athafnirnar voru þrjár, kl. 10, 12 og 14.   Á myndinni má sjá hópinn sem gekk frá kirkju yfir í safnaðarheimilið eftir ferminguna kl. 12. Þetta eru miklar, en [Lesa meira...]

Fermingar á laugardag og sunnudagaskóli

Laugardaginn 14. apríl verða fermd 34 börn í tveimur fermingum frá Fríkirkjunni.  Sú fyrri kl. 11 og síðari kl. 13. Sunnudaginn 15. apríl er fjölskyldumessa og sunnudagaskóli kl. 11. Þær Erna og Ragga sjá um dagskrá ásamt Fíkirkjubandinu og ekkert slegið af þar.  Rebbi mætir að sjálfsögðu og ekki von á öðru en að við þurfum að siða gaurinn eitthvað til❤💒❤ Allir hjartanlega velkomnir. [Lesa meira...]