Dagskráin í kirkjunni komandi helgi er eftirfarandi:
 
Bræðrafélagið er með sinn aðalfund á laugardagmorguninn 9. febrúar kl. 11.  Allir velkomnir.
 
Sunnudagur 10. febrúar
kl. 11.  Sunnudagaskólinn – frést hefur að Rebbi sé svangur þrátt fyrir að hafa borðað hálfan ísskáp og einn ullarsokk – óvart! Gleðibandið leikur undir og Edda og Elfa Sif segja frá því hvernig biblíusagan tengist honum Rebba – á óvæntan hátt!
kl. 13.  er guðsþjónusta sem byggir á gospel og gleði. Fríkirkjukórinn syngur og félagar í kórnum bætast við í hljómsveitina,  sem oftast kallast Fríkirkjubandið en er einnig þekkt sem Gleðibandið! Einar Eyjólfsson prédikar.  Verið öll hjartanlega velkomin í Fríkirkjuna í Hafnarfirði á sunnudegi með hækkandi sól.