Fyrsta sunnudag í aðventu verður dagskráin í kirkjunni eftirfarandi:

Kl. 11. Sunnudagaskólinn og kveikt á fyrsta aðventukertinu.

Við ætlum að syngja saman öll fallegu aðventu- og jólalögin okkar og rifjum upp í leiðinni af hverju Jesú sem fæddist á jólum í Betlehem skiptir okkur svona miklu máli.

Svo má ekki gleyma henni Gunnu á nýju skónum eða göngunni miklu yfir sjó og land eða jólasveinunum sem ganga um gólf með gildan staf í hendi, eða var stafurinn gylltur?!?

Hljómsveitin okkar Gleðibandið tekur hressilega undir og svo ætlar Rebbi að brýna það fyrir okkur að á jólunum séu allir vinir, líka rebbar og mýslur og kisur og börn.

Kl. 13 verður síðan aðventusamvera í Fríkirkjunni. Hugvekja, mikil tónlist með kirkjukórnum og Fríkirkjubandinu.