Bræðrafél. Nota_3.
Í safnaðarheimilinu á Linnetsstíg er lítið eldhús á 3. hæðinni.  Það er mikið notað enda líf í húsinu flesta daga og fram á kvöld.  Gömul og seig uppþvottavél  var farin að gefa sig eftir þjónustu í yfir 20 ár.  Þetta er svona uppþvottavél af þeirri gerðinni sem þvær á nokkrum mínútum og hefur verið hreint út sagt ómissandi.
Þegar keypt hefði verið ný af svipaðri gerð gekk Bræðrafélag Fríkirkjunnar um að koma henni upp þröngan hringstigann, skipta út þeirri gömlu, breyta raflögnum, ganga frá tengingum við dælu og vatnslögn.  Prófa virkni og á endanum að koma þeirri gömlu sömu leið niður og úr húsi.  Mikið lá við þennan laugardagsmorgunn, enda skírn í kirkjunni strax eftir hádegi og kaffigestir væntanlegir í kjölfarið.
Vöskum félögum í Brærafélaginu tókst þetta allt á tilsettum tíma og að auki að skipta út nokkrum perum í ljósakrónum kirkjunnar.
 
Formaður Bræðrafélagsins er Matti Ósvald og áhugasamir hafi endilega samband við hann með pósti á  mattio@vortex.is