Það er alltaf áhætta með veður, en það var eins og Örn sagði, það rigndi hressilega tíu mínútur í 11 og enginn var mættur.  Síðan stytti upp og Thorsplanið fylltist af börnum á öllum aldri.
Eins og oftast áður tókst jólaballið í samstarfi við Jólaþorpið ákaflega vel og gleðin skein úr hverju andliti.
Rósa Guðmundsdóttir söng eins engill, en þrátt fyrir ungan aldur er hún orðin vel sviðsvön á þessum stað !