Frá því í haust hefur verið unnið að því að endurnýja bárujárnið á kirkjukórnum, skrúðhúsi og inngangnum bakatil. Hér um árið þegar kirkjan var nánast endurbyggð (1997-98) þótti þessi hluti kirkjunnar heillegur. En tíminn vann á gamla járninu sem farið var að ryðga.
Í ljós kom að viðirnir undir voru mjög heillegir, en fúi reyndar kominn í glugga og vatnsbretti.
Smiðirnir okkar þeir Guðjón Grétarsson og Atli Hermannsson stóðu í ströngu og skiluðu mjög góðu verki. Illviðri í desember gerðu óskunda og vinnupallar létu undan, en allt hafðist þetta.
Fríkirkjan er byggð 1913, hún er friðlýst og gerð rík krafa um val á efni og frágang. Viðhaldið var fjárfrekt eins og gera mátti ráð fyrir, en styrkur fékkst frá Húsafriðunarsjóði Minjastofnunar fyrir hluta kostnaðarins.
Í sumar er síðan stetnt að því að mála kirkjuna í heild sinni.