Kæru vinir sunnudaginn 30. apríl verður vorhátíðin okkar á Thorsplani kl. 11:00.
Vegna óviðráðanlegra ástæðna getum við ekki haldið hátíðina okkar í Kaldárseli að þessu sinni en við gerum að sjálfsögðu bara gott úr öllu og verðum með fjölskylduhátíðina og síðasta sunnudagaskólann okkar á Thorsplani.
Hátíðin hefst kl. 11:00 þegar að við teljum í sunnudagaskólann en þar verður fléttað inn skemmtilegu leikriti og Krílakórarnir okkar munu syngja nokkur lög við undirleik Fríkikirkjubandsins. Við ætlum að dansa, fara í leiki og skemmta okkur vel saman.
Eins og venjulega grillum við pylsur og kaffi og snúðar verða líka á boðstólnum.