Sunnudaginn 21. maí kl. 17 verður kynning á fermingarstarfi veturinn 2017 – 18. Þá ætlum við að koma saman í fallegu Fríkirkjunni sem heldur svo vel utanum okkur.
Eins og alltaf – þá biðjum við ykkur að koma í fylgd með fullorðnum.
Þar sem nú er ljóst að útslitaleikur milli FH og og Vals í handbolt hefst kl. 16 og margir sem fylgjast vilja með þeim leik þá verðum við í kirkjunni eftir samverustundina til viðtals við þau sem fylgjast með leiknum. Endilega kíkið við eftir leikinn.
Fermingardagar 2018 eru:
25. mars, Pálmasunnudagur.
29. mars, Skírdagur.
14. apríl, laugardagur.
19. apríl, Sumardagurinn fyrsti.
3. júní Sjómannadagurinn.
Stefnt er að því að fara að Úlfljótsvatni með hópinn dagana
- – 26. ágúst eða 1. – 2. september.
Fermingarstarfið er fræðsla og lífsleikni sem lýkur með fjölskylduhátíð að vori. Margir koma að starfinu í Fríkirkjunni og er það okkur bæði gleði og ánægja að fá að hitta ungt fólk – vonandi eigum við samleið næsta vetur.
Bestu kveðjur, Einar og Sigríður Kristín.