10. og síðasti fermingarhópur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði gekk niður kirkjutöppurnar að lokinni athöfn í mjög fallegu veðri á sjómannadaginn 11. júní sl.
Að þessu sinni voru það níu stúlkur og einn drengur sem fermdust. Sjómannadagsráð Hafnarfjarðar færði okkur sjómannadagsmerki sem margir báru í athöfninni. Að venju var sunginn inngöngusálmurin Hafið bláa hafið eftir Örn Arnarson og útgöngulag farmingarbarnanna var, Stolt siglir fleyið mitt !
Falleg og eftiminnileg stund vonandi öllum fermingarbörnum, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum.