Það er í mörg horn að líta í söfnuði sem telur 7.000 manns og fer stöðugt stækkandi.  Starfið er fjölþætt og tekur til margra annara þátta en verksviðs prestanna tveggja, sem reyndar hafa í nægu að snúast.  Safnaðarheimilið á Linnetsstíg er þannig í notkun  frá morgni til kvölds.  Þá er  kirkjan sem var máluð öll í sumar, er vinsæl til giftinga, skírna og tónleikahalds.
Fríkirkjuksöfnuðurinn býr að mörgum liðsmönnum sem vill kirkjunni sinni vel.
Við búum að öflugu kvenfélagi sem leggur sérstaklega barnastarfinu í kirkjunni lið með fjársöfnununum og beinum hætti þegar á þarf að halda.  Tengiliður kvenfélgsins er Fríða Sæmundsdóttir formaður  s. 820-6563 (fridas@landsbankinn.is).
Bræðrafélagið hjálpar einkum til með smáviðhald kirkjunnar og safnaðarheimilis, sem og hreinsun umhverfis eftir því sem þarf.  Þar er Matti Ósvald formaður, mattio@vortex.is, s. 694 3828.
Kirkjukórinn er vinsæll og fjölmennur, en alltaf er rými fyrir hæfileikaríkt söngfólk í söfnuðinum sem vill bætast í hópinn. Áhugasamir  geta haft sambandi við Örn tónlistarstjóra í 861 9234.