Barnastarfið í Fríkirkjunni er kraftmikið
Þriðja árið heldur Fríkirkjan úti barnakórum sem Erna Blöndal sér um ásamt Ragnheiði Þóru Kolbeins leikskólakennara og Erni tónlistarstjóra.  Hjá þessu öfluga fólki er ekki síður um tónlistrarstarf og -uppeldi á ræða fremur en hefðbundna kóra.
Kórarnir eru þrír:
Krílakór yngri fyrir 2ja og 3ja ára.  Hann æfir á miðvikudögum kl. 16:30
Krílakór eldri 4ra og 5 ára einnig á miðvikudögum kl. 17:00
Facebook-hópur – Krílakórar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
Barnakór 6-8 ára  æfir síðan á mánudögum kl. 16:30
Facebook-hópur – Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Allir hóparnir eru mjög vel sóttir og til þess að gera fullir, en kirkjan segir aldrei nei við áhugasömum krökkum og foreldrum þeirra !