Sunnudaginn 29. október er sunnudagaskóli kl. 11:00.
Edda, Erna, Gummi, Skarpi og Örn hlakka til að sjá ykkur og syngja með ykkur.
Við ætlum að njóta þess að vera saman og minna hvert annað á það hvað lífið er mikil gjöf og hvað það skiptir miklu máli að vera jákvæð og brosandi í lífinu okkar fagra.
Sjáumst syngjandi kát í sunnudagaskólanum og æfum okkur í að vera glöð og hjálpsöm. Rebbi er nú alltaf að reyna það greyið og það gengur svona upp og ofan en allt er hægt ef við hjálpumst að.