Enn og aftur leitum við til Fríkirkjusafnaðarins um frjáls fjárframlög með valgreiðslu í heimabanka.  Þetta er í annað sinn á árinu sem leitað er til safnaðarfólks.  Fyrr á árinu sendum við í heimabankann valgreiðslu.  Henni var vel tekið og samtals söfnuðust 4 millj.kr.  sem var afgerandi  til að halda úti því blómlega safnaðarstarfi. sem er mesti styrkur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Föstu tekjur Fríkirkjunnar eru safnaðargjöldin sem innheimt eru af ríkissjóði.  Verðgildi þeirra hefur smám saman rýrnað frá 2008 og duga í raun aðeins fyrir launum presta, tónlistarstjóra og föstum rekstri kirkjunnar og safnaðarheimilis.
Í sumar var kirkjan máluð  og þar með lauk kostnarsömu viðhaldi.  Áður hafði verið skipt um járn á kórnum, lagaðir steindir gluggar og skipt um gler.  Þessar framkvæmdir hafa kostað rúmlega 10 milljónir, en Húsafriðunarsjóður hefur af myndarskap komið með framlög sem greiða hluta kostnaðarins.
Þessi seinni söfnun ársins er ætluð sérstaklega til að kosta viðhaldið á kirkjunni.  Það er okkar metnaður að viðhaldinu sé vel sinnt og að kirkjunni sé sómi sýndur.
Við vonum að sem flest ykkar sjáið ykkur fært að leggja ykkar af mörkum í þetta sinn og þökkum innilega allan veittan stuðning.
Nánari upplýsingar veitir Einar Sveinbjörnsson, formaður safnaðarstjórnar, vedurvaktin@veðurvaktin.is, eða í síma 857-1799 eða í skilaboðum á Facebooksíðunni okkar.