Guðsþjónusta var á Sólvangi 19. nóvember. Kórinn söng sálma, við undirleik Skarphéðins og að þessu sinni lagði sr. Einar út frá sálmakveðskap Davíðs Stefánssonar.
Heimilismenn mættu vel að vanda niður í salinn á 1. hæðinni.
Fríkirkjan sinnir helgihaldi á Sólvangi og þess utan heimsækja prestarnir og Örn tónlistarstjóri heimilismenn nokkuð reglulega.