Hún hefur verið einstaklega ánægjuleg aðventan fyrir okkur í Fríkirkjunni. Hópar skólabarna úr leikskólum og grunnskólum haf komið í heimsókn. Sá fyrsti 29. nóvember og síðasti 18. desember.
Okkur telst til að þetta hafi verið rúmlega 1.200 gestir.
Langflesta morgna komu einn til þrír hópar og nær alltaf gangandi utan úr mykrinu í gulum og góðum vestum.
Fyrst var stund í kirkjunni þar sem sungnir voru jólasálmar og Sigga prestur fræddi um kirkjunna og sögu jólaguðspjallsins. Á eftir var síðan boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu. Þar stóð öflugt lið vaskra kvenna (og líka karla) vaktina og tóku brosandi á móti krökkunum.
Mikil törn í kirkjustarfinu, en einkar ánægjuleg í alla staði.
Á myndinni má sjá nemendur og kennarar í 4. bekk Setbergsskóla í Safnaðarheimilinu,