Sunnudaginn 14. janúar verður sunnudagaskólinn að venju kl. 11:00.

Skemmtilegt, fjörugt og fræðandi barnastarf sem hentar allri fjölskyldunni. Munið eftir að bjóða afa og ömmu með!

Fríkirkjubandið leiðir tónlist og söng og Edda, Erna og Ragnheiður taka hressilega undir ásamt brúðunum Rebba og Sollu og öðrum vinum þeirra.

Kl. 13:00 verður fyrsta Guðsþjónusta ársins  þar sem kór kirkjunnar syngur og Fríkirkjubandið leikur undir.

Fermingarbörn og foreldrar þeirra ætla að fjölmenna. Og kannski þú líka?

Hugleiðing sunnudagsins flytur Einar og er hún um  Gullnu regluna; „Allt sem þú vilt að aðrir menn geri þér, skaltu þér og þeim gera.“

Svo kemur hann Sakkeus líka við sögu!