Sunnudagaskólinn að venju í kirkjunni kl. 11:00 alla sunnudagsmorgna.

Fjörugt, fræðandi og skemmtilegt starf fyrir alla fjölskylduna!

Fríkirkjubandið, Örn á gítar, Guðmundur á bassa og Skarphéðinn á flygilinn halda uppi gleðinni ásamt Eddu og Ernu.

Rebbi og Solla koma í heimsókn og gleðja okkur á sinn einstaka hátt eins og Hafdís og Klemmi sem eru í essinu sínu!

Svo er biblíusagan eins og alltaf á sínum stað!

Fjölmennum og tökum með okkur gesti!