18. mars verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11. Þær Erna og Ragga sjá um dagskrána og Fríkirkjubandið um tónlistina.
Athugið að sunnudagaskólinn fellur síðan niður tvö næstu skipti, á pálmasunnudag verða fermingar og þar á eftir páskadagur.
Um kvöldið kl. 20 í kirkjunn er síðan lokasamvera fermingarbarna og fjölskyldna þeirra. Með henni lýkur fermingarfræðslunni. Jón Jónsson tónlistar- og sjónvarpsmaður kemur í heimsókn. Jón er einmitt einn þeirra sem lætur sig kirkjuna okkar varða og mikilvægi fermingarfræðslunnar. Hann gefur áreiðanlega góð „fermingarráð“ milli þess sem hann grípur í gítarinn.