Sunnudaginn 11. mars er dagskráin eftirfarandi:
Sunnudaginn 11. mars er sunnudagaskóli kl. 11:00.
Syngjandi gleði fyrir alla aldurshópa.
Fjölskyldumessa verður kl. 13:00 og að henni lokinni verður basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði í safnaðarheimilinu.

Í messunni munu Barnakórinn og Krílakórar kirkjunnar koma fram ásamt Fríkirkjukórnum og Fríkirkjubandinu.
Hulda Sóley Kristbjarnardóttir, Sigríður Ellen Arnardóttir og Kristjana Margrét Arnardóttir leika á hljóðfæri.
Sr. Einar Eyjólfsson leiðir stundina
Já og svo er það basarinn!??????????
Hnallþórur, fallegt handverk og allskonar grúsk já og kannski eitthvað af vintage fötum.