Til fermingarbarna og foreldra.
Þriðjudaginn 13. mars fer fram mátun fermingarkyrtla í safnaðarheimilinu og biðjum við ykkur að mæta sem hér segir:
Þau sem fermast:
Pálmasunnudag mæta kl. 17:00
Skírdag mæta kl.17:20
laugardaginn 14. apríl mæta kl.17:30
Sumardaginn fyrsta kl.10 mæta kl.17:45
Sumardaginn fyrsta kl.12 mæta kl.18:00
Sumardaginn fyrsta kl.14 mæta kl. 18:15
Sunnudaginn 13. maí mæta kl.18:30.
á Sjómannadaginn mæta kl.18:45.
Fríkirkjusöfnuðurinn innheimtir fræðslugjald sem er samtals kr. 15.000–
Þetta gjald greiðist við mátun fermingarkyrtla. Ef annar tími hentar betur til greiðslu þá er það lítið mál og látið okkur þá vita.
Lokasamvera fermingarbarna og foreldra verður sunnudagskvöldið 18. mars. Þá er kvöldvaka kl. 20 og svo boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu á eftir.
Jón Jónsson tónlistarmaður mætir með okkur og syngur og spjallar um lífið og tilveruna.