Vel heppnaður dagur og mikil gleði skein úr andlitum fermingarbarna og fjölskyldum þeirra.
Mikil og löng hefð fyrir fermingum þennan dag í Fríkirkjunni, enda er hann eftirsóttur.  Sérstaklega hjá gamalgrónum Hafnfirskum fjölskyldum.
Athafnirnar voru þrjár, kl. 10, 12 og 14.   Á myndinni má sjá hópinn sem gekk frá kirkju yfir í safnaðarheimilið eftir ferminguna kl. 12.
Þetta eru miklar, en séræega ánægjulegar annir hjá Fríkirkjufólki.  Þakkir færðar þeim fjölmörgu sem komu að og gerðu þennan dag sem eftirminnilegastan fyrir sjálf fermingarbörnin.