Eftir smá hlé um páska og ferminga fer sunnudagaskólinn aftur af stað á sunnudag 9. apríl kl. 11.  Og áfram alla sunnudaga á sama tíma fram í maí.
Fríkirkjan í Hafnarfirði er svo heppin að eiga að Fríkirkjubandið sem mætir alltaf í Sunnudagaskólann til gleði fyrir börn á öllum aldri.
Eitthvað voru þeir Skarphéðinn, Guðmundur og Örn að skoða nótur við flygilinn í vikunni við æfingar fyrir komandi sunnudag.