Líf og fjör í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Um 160 börn og fullorðnir mættu í sunnudagaskólann nú 16. september. Um kvöldið komu svo nærri 200 manns til þess að eiga notalega stund í kirkjunni þar sem hugleiðingarefnið var haustið og öll litbrigði þess.
Og svo má ekki gleyma þvi að prestar kirkjunnar fengu að skíra og blessa fimm börn um helgina.
Þeir eru til sem þreytast ekki á því að tala um tómar kirkjur en við segjum bara Takk fyrir okkur.