Sunnudaginn 21. október verður sunnudagaskólinn okkar á sínum tíma í Fríkirkjunni.
Erna og Ragga verða með okkur ásamt gleðibandinu okkar dásamlega skipað þeim Guðmundi Pálssyni, bassaleikara, Gísla Gamm, trommuleikara og Erni Arnarsyni, gítarleikara.
Rebbi og Mýsla koma í heimsókn og við ætlum að ræða svolítið um lífið og tilveruna, hvað við getum gert þegar við verðum áhyggjufull og kvíðin.

Við ætlum líka að syngja og gleðjast saman og við hlökkum mjög mikið til að sjá ykkur öll❤️