Sunnudaginn 21. október verður sunnudagaskólinn okkar á sínum tíma í Fríkirkjunni.
Erna og Ragga verða með okkur ásamt gleðibandinu okkar dásamlega skipað þeim Guðmundi Pálssyni, bassaleikara, Gísla Gamm, trommuleikara og Erni Arnarsyni, gítarleikara.
Rebbi og Mýsla koma í heimsókn og við ætlum að ræða svolítið um lífið og tilveruna, hvað við getum gert þegar við verðum áhyggjufull og kvíðin.