Sunnudaginn 4. nóvember. kl. 20:00 verður kvöldvaka í tilefni allraheilagramessu sem helguð er minningu látinna.
Prestarnir Sr. Einar Eyjólfsson og Sr. Sigríður Kristín mun leiða stundina.
Þar koma einnig fram söngkonan Kirstín Erna Blöndal, Bjarmi Hreinsson, píanóleikari, Guðmundur Pálsson, bassaleikari. Örn Arnarson, gítarleikari og Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði.
Í upphafi stundarinn gefst okkur kostur á að tendra ljós í minningu látinna ástvina.
Tilgangur þessarar samverustundar er að gefa fólki kost á að koma í kirkjuna og hlusta á falleg orð og fallega tónlist þar sem bænir og sálmar tjá það sem við getum oft ekki sagt með eigin orðum.
Þetta verður falleg stund þar sem við fáum frið til að syrgja, minnast og hugsa á uppbyggilegan hátt um okkar eigin lífsgöngu með því einu að koma í kirkjuna, setjast niður og njóta.