Sunnudaginn 18. nóvember verður sunnudagaskóli og kvöldmessa í kirkjunni okkar fallegu?
Í sunnudagaskólanum ætlum við að heyra af Jesús og vinkonum hans Mörtu og Maríu. Svo ætla Mýsla og Músapési að klifra upp í prédikunarstólinn. Uss,ekki orð um það meir.
Svo ætla börnin að kenna Erni tónlistarstjóra nýtt lag sem heitir; Sjö litlar mýs … og fjallar um vináttuna. Hann hefur ALDREI heyrt það áður!
Á sunnudagskvöldið kl. 20:00 er kvöldmessa með altarisgöngu.
Fríkirkjukórinn syngur falleg lög undir stjórn Arnar Arnarsonar og það verða þeir Bjarmi, Guðmundur og Örn sem leika á hljóðfærin.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin í notalega og fallega stund þar sem staldrað er við og spáð í lífið og tilveruna.
Það er alltaf gott að koma í kirkjuna sína og stilla sig inn á komandi viku, það er ýmislegt sem gengur á í henni veröld.?Þið eruð öll hjartanlega velkomin??