??Eins og ævinlega byrjar aðventan með jólafundi Kvenfélags Fríkirkjunnar ?♀️ ?♀️
Líkt og í fyrra verður fundurinn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Dagskráin er með hefðbundnum hætti. Léttar veitingar, skemmtiatriði og hið umtalaða happdrætti með stórglæsilegum vinningum. Anna Eðvaldsdóttir ljósmóðir mun flytja erindi og kynna nýju bókina sína. Allur ágóðinn rennur til barnastarfs Fríkirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Happdrættismiðar seldir á staðnum.