Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar sunnudaginn 12. maí í Hellisgerði

Skrúðganga fer frá Fríkirkjunni kl. 11 og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leiðir gönguna. Hljómsveitin byrjar að spila fyrir kl. 11 svo við hvetjum alla til að vera tímanlega.

Hátíðisdagskrá í Hellisgerði:  Hljómsveit kirkjunnar leiðir dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Kríla og barnakórar kirkjunnar syngja.

Og svo er að sjálfsögðu grillveisla á eftir.

Fundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum

Miðvikudagskvöldið 15. maí kl. 20 verður kynningarfundur með væntanlegum fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir söng.

Bent er á rafræna skráningu á heimsíðu kirkjunnar frikirkja.is

Slóðin er: https://docs.google.com/forms/u/0/

Aðalsafnaðarfundur

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði verður fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 20.

Fundurinn fer að þessu sinni fram í kirkjunni.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf (auglýst síðar)