Á sunnudaginn er sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00.
Edda og Svana mæta í sunnudagaskólann glaðar og kátar ásamt Rebba, Mýslu og Gleðibandinu.
Sr. Sigríður Kristín leiðir kvöldmessu kl. 20:00 ásamt Fríkirkjukórnum og Fríkirkjubandinu undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kirkjunnar.
Halla Eyberg leikur á flautu.