Athugið að ekki verður af áður auglýstri messu kl. 13 !

Sunnudagaskóli kl. 11:00 og guðsþjónusta á Sólvangi kl. 15:00.
Hins vegar var tekin upp útvarpsmessa í Fríkirkjunni í vikunni og hún verður á dagskrá kl. 11:00 á Rás 1 Útvarpi allra landsmanna?✨?

Ekki missa af henni!

Dásemdarsamvera í sunnudagaskólanum eins og alltaf. Gleðibandið, Edda og Svana verða með ykkur að þessu sinni og það verður mikið sungið og glaðst. Við tölum um lífið og tilveruna sem getur stundum verið svo flókin og já bara stundum erfið. Það er gott að koma saman og átta sig á því hvað það skiptir miklu máli að tala um um lífið og tilveruna. Eiga einhvern að í gleði og sorg og vera öðrum stuðningur í lífinu. Við erum samfélag.

Guðsþjónustan verður að þessu sinni á Sólvangi kl. 15:00 og við hvetjum fjölskyldur, aðstandendur og bara alla að koma og eiga notalega stund með heimilisfólkinu á Sólvangi.

Það verður mikið sungið og og það sem mestu skiptir, félagsskapurinn er góður og nærandi.

Hús fullt af reynslu í lífi og starfi, fólk sem við lítum upp til og berum virðingu fyrir?

Sr. Einar Eyjólfsson leiðir stundina ásamt Fríkirkjukórnum og Erni Arnarsyni tónlistarstjóra kirkjunnar.

Verið öll hjartanlega velkomin.