Það er komið að því!
Hinn árlegi jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður sunnudaginn 1. desember kl. 20:00.
Fundurinn verður í Hásölum , safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.

Dagskráin er með hefðbundnum hætti:
Léttar veitingar, skemmtiatriði og hið umtalaða happadrætti með stórglæsilegum vinningum.
Happdrættismiðar seldir á staðnum.
Björgvin Franz og krakkar úr Tónsmiðju Fríkikjunnar skemmta gestum.

Allur ágóðinn rennur til barnastarfs Fríkirkjunnar.
Húsið opnar kl. 19:30 og hefst dagskráin stundvíslega kl. 20:00. Aðgangseyrir kr. 3000.- og happdrættismiði kr. 500.-
Allir hjartanlega velkomnir.

Kær kveðja
Stjórnin