Ánægjuleg tíðindi frá Þjóðskrá, en í Fríkirkjusöfnuðinum teljast nú vera 7.199 og hafði fjölgar um 229 frá 1. des 2018. Fríkirkjan í Hafnarfiði hefur því tvöfaldast af stærð frá aldamótum þegar 3.500 voru skráðir í söfnuðinn.

Öflugt og gott safnaðarstarf í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á að okkar mati mestan þátt í því að fólk kemur í kirkjuna og tekur þátt í starfi hennar, jafnt helgiheldi sem fjölbreyttu safnaðarstarfi.

En kannski er þetta ekki síst viðurkenning á inntaki og starfsháttum í Fríkirkjunni okkar.

Mjög auðvelt er að kanna trúfélagaskráningu sína inn á vef Þjóðskrár með persónuauðkennum og sama gildir um breytingar á trúfélagsskráningu. Engin eyðublöð lengur.
https://www.skra.is/thjonusta/einstaklingar/tru-og-lifsskodun/