Á sunnudaginn er sunnudagaskóli kl. 11:00 og guðsþjónusta kl. 13:00?
Í sunnudagaskólann mæta þau Rebbi og Mýsla og ætla að fræða okkur um boðorðin tíu. Boðorðin tíu eru lífsreglur sem getur verið gott að rifja upp í amstri dagsins. – bara alveg eins og umferðarreglurnar!
Erna mætir ásamt Gleðibandinu svo það verður hægt að lofa söng, gríni, kærleika og gleði.
Kl. 13:00 er guðsþjónusta.
Sr. Einar Eyjólfsson prédikar og við fáum svo sannarlega góða gesti til okkar;
Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði ætlar að syngja undir stjórn Kristjönu Þórdísar Ásgeirsdóttur.
Fríkirkjubandið fær að sjálfsögðu að spila með?