Boðað er til aðalfundar í Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20:00. Fundurinn verður í safnaðarheimili kirkjunnar að Linnetstíg.

Dagskrá fundarins verður með eftirfarandi hætti: Við byrjum fundinn á heimsókn frá Bryndísi Jónu þar sem hún mun leiða okkur í allan sannleikann um núvitund. Léttur og skemmtilegur fyrirlestur.

Í framhaldi verða svo hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kaffiveitingum.

Við viljum endilega ábendingar um það sem betur má fara og einnig hugmyndir að einhverjum nýjungum t.d. heimsóknir á fundina hjá okkur næsta starfsár.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og endilega taka með sér gesti.

Kær kveðja Stjórnin