Eftir að komin eru upp smit innanlands og Almannavarnir jafnframt lýst yfir neyðarstigi í sóttvörnum, er óhjákvæmilegt annað en að fella niður auglýst helgihald og samkomur af hálfu kirkjunnar um helgina.
Um er að ræða sunnudagaskólann kl. 11, guðsþjónustuna kl. 13 og Basar kvenfélagsins verður frestað fram í maí.

Hafið þið það öll sem best og sjáumst síðar í Fríkirkjunni!